Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dýpra, betur

1. Dýpra, betur kærleiksdjúp þitt kanna,
Kristur, er mín þrá.
Veit mér þekkja visku Drottins sanna,
vegum lífsins á.

Kór: Ó, djúpa dýrðarhaf,
mig drag þér stöðugt nær.
Þú heilagt náðarhaf,
lát mig nema lög þín skær.

2. Dýpra leið mig, Drottins góði andi,
dýpra, Jesú nær.
Hald mér fast með helgu kærleiksbandi,
heimsins brautum fjær.

3. Dýpra líf í þjáning þróast stundum,
þroskar sálir mest.
Eins og leirinn meistarans í mundum
mótast allra best.

4. Dýpra leið mig, lausnari minn, Jesús,
líkjast vil ég þér,
svo að aðrar sálir fái, Jesús,
séð þitt líf í mér.

Charles P. Jones - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi