Dýrð ég flyt þér
1. Dýrð ég flyt þér, Drottinn alda,
dýrð fyrir tímans runna skeið,
dýrð fyrir sýn til dulins tjalda,
dýrð fyrir hverja und, er sveið,
dýrð fyrir vorið drauma ríka,
dýrð fyrir fuglsins söngvaraust,
dýrð fyrir Ijóssins daghvörf líka,
dýrð fyrir storm og svalkalt haust!
2. Dýrð ég flyt þér, Drottinn mildi,
dýrð fyrir að þú heyrir bæn,
dýrð fyrir hjálp, er dimma vildi,
dýrð fyrir hnoss þín mörg og væn,
dýrð fyrir gleði´ í dulum barmi,
dýrð fyrir veginn himins til,
dýrð fyrir tár, sem drupu´ af hvarmi,
dýrð fyrir það, sem ég ei skil.
3. Dýrð ég flyt þér, Drottinn hæða,
dýrð fyrir ráð þín visku hæst,
dýrð fyrir öll þín deilin gæða,
dýrð fyrir jarðar blómið smæst,
dýrð fyrir reynslu-deiglu sviðin,
dýrð fyrir þína líkn og ást,
dýrð fyrir trúar djúpa friðinn,
dýrð fyrir hverja von, sem brást.
4. Dýrð ég flyt þér, Drottinn Kristur,
dýrð fyrir að þín hönd var rist,
dýrð fyrir ljós yfr´ dauðans mistur,
dýrð fyrir sérhvern þyrnikvist,
dýrð fyrir gefin dýrstu hnossin,
dýrð fyrir hlut í lífsins sjóð,
dýrð fyrir þunga, dapra krossinn,
dýrð fyrir að þú gafst þitt blóð.
August Storm – Ásmundur Eiríksson
dýrð fyrir tímans runna skeið,
dýrð fyrir sýn til dulins tjalda,
dýrð fyrir hverja und, er sveið,
dýrð fyrir vorið drauma ríka,
dýrð fyrir fuglsins söngvaraust,
dýrð fyrir Ijóssins daghvörf líka,
dýrð fyrir storm og svalkalt haust!
2. Dýrð ég flyt þér, Drottinn mildi,
dýrð fyrir að þú heyrir bæn,
dýrð fyrir hjálp, er dimma vildi,
dýrð fyrir hnoss þín mörg og væn,
dýrð fyrir gleði´ í dulum barmi,
dýrð fyrir veginn himins til,
dýrð fyrir tár, sem drupu´ af hvarmi,
dýrð fyrir það, sem ég ei skil.
3. Dýrð ég flyt þér, Drottinn hæða,
dýrð fyrir ráð þín visku hæst,
dýrð fyrir öll þín deilin gæða,
dýrð fyrir jarðar blómið smæst,
dýrð fyrir reynslu-deiglu sviðin,
dýrð fyrir þína líkn og ást,
dýrð fyrir trúar djúpa friðinn,
dýrð fyrir hverja von, sem brást.
4. Dýrð ég flyt þér, Drottinn Kristur,
dýrð fyrir að þín hönd var rist,
dýrð fyrir ljós yfr´ dauðans mistur,
dýrð fyrir sérhvern þyrnikvist,
dýrð fyrir gefin dýrstu hnossin,
dýrð fyrir hlut í lífsins sjóð,
dýrð fyrir þunga, dapra krossinn,
dýrð fyrir að þú gafst þitt blóð.
August Storm – Ásmundur Eiríksson