Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dýrð, heiður og lof

1. Dýrð, heiður og lof, þér Guðs heilagi son,
þú hjálpræði allra og mannanna von!

Kór: Hallelúja, þín er dýrðin! Hallelúja, amen!
Hallelúja, þín er dýrðin! Hallelúja, amen!

2. Dýrð, heiður og lof sé þér, herra, til sanns,
er særðist og dóst fyrir syndir hvers manns.

3. Dýrð, heiður og lof þér, sem hefir oss leitt
og elskað oss stöðugt og alltaf jafn heitt!

4. Dýrð, heiður og lof flytji himinn og jörð,
en best þó af öllu þín blóðkeypta hjörð!

William Mackay – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi