Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dýrð sé Guði fyrir frelsið sanna

1. Dýrð sé Guði fyrir frelsið sanna,
frelsið, sem mig hreif af villustig.
Neyðarbarn fékk náðardjúp Guðs kanna
nær við Jesú kross ég beygði mig.

Kór: Hallelúja, frjáls ég er!
Hallelúja, syng með mér
um þá náð, sem Guð í Kristi gefur mér.
Heilög fórn Krists hún var nóg,
hann mig fyrir leið og dó.
Nafn hans vil ég lofa, nafn hans tignast er.

2. Syndum mínum sér á bak Guð fleygði
samstundis og fyrirgaf allt mér.
Sæll og glaður lífs á braut ég beygði,
brúðkaupsklæðin himnesk nú ég ber.

3. Enn í dag er Kristur þig að kalla,
kallar milt og býður þér sinn frið.
Frelsið sanna orkar jafnt á alla,
allir gleðjast sem því taka við.

Thure Byström – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi