Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dýrðlegast nafn

1. Dýrðlegast nafn, sem er nefnt hér á jörð:
Jesús, Jesús,
trúuðum safnar í hólpinna hjörð, Jesús, Jesús.
Það hefir styrkt mig í þrautanna dal,
það hefir glatt mig í hátíðasal.
Duga mér einnig í dauðanum skal, Jesús, Jesús.

2. Þegar til hvíldar ég halla mér rótt, Jesús, Jesús,
erum við saman þá einir um nótt, Jesús, Jesús.
Þá verða smávaxin þrekvirkin mín,
þá verða stórvirkin lítil að sýn.
Vonlaus og máttvana verð ég án þín, Jesús, Jesús.

3. Bergmál að utan þá berast til mín, Jesús,  Jesús, minningar birtast í sorglegri sýn, Jesús, Jesús.
Hjarta mitt titrar og höfuð er sveitt,
húmsvört er nóttin og auga mitt þreytt.
Hvísla þá nafnið, sem náð hefir veitt: Jesús, Jesús.

4. Hvísla þá að mér í blundinum blítt, Jesús, Jesús.
Hvísla því aftur og aftur á nýtt, Jesús, Jesús.
Hrekur það andstyggð og illsku á braut,
óttanum hrindir og sigrast á þraut.
Höfðinu´ að síðustu´ ég halla´ í þitt skaut,
Jesús, Jesús.

Hjalmar Hansen - Magnús Runólfsson.

Hljóðdæmi