Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Dýrðlegi morgunn

1. Dýrðlegi morgunn, sem dagar eitt sinn.
:,: Ó, hvílík stund. :,:
Í fögrum skýjum sést frelsarinn minn.
Þá hlotnast himinninn mér.

Kór: :,: Þá hlotnast himinninn mér :,:
Er fæ ég sjá þig, ó, frelsarinn minn!
Þá hlotnast himinninn mér.

2. Kristur í skýjunum koma mun skjótt
:,: Ó, hvílík stund :,:
Að morgni dags eða miðja um nótt.
Þá hlotnast himinninn mér.

3. Nálægur dómskiladagurinn er.
:,: Ó, hvílík stund :,:
Þá verður bert allt, sem hulið var hér.
Hlotnast þá himinninn þér?

Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi