Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ef beygir þú

1. Ef beygir þú inn á braut Guðs í dag
ljær blóðið þér kraft, frelsandi kraft.
Á bjargi frelsisins byggðu þinn hag,
því blóðið á sigrandi kraft.

Kór: Það er sigur, sigur, sigurkraft að fá,
sigur í blóðsins unn.
Það er sigur, sigur, sigurkraft að fá,
sigur við þann lífsins brunn.

2. Ef beygir þig synd og blindar þinn hvarm
ljær blóðið þér kraft, frelsandi kraft.
Þá berðu ei lengur beiskju né harm,
því blóðið á sigrandi kraft.

3. Ef brottleiddum viltu boða Guðs orð,
ljær blóðið þér kraft, frelsandi kraft.
Og hólpinn loks standa á himneskri storð.
því blóðið á sigrandi kraft.

L. E. Jones – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi