Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ef þú ert þreyttur

1. Ef þú ert þreyttur af sorgum sár,
Segðu það aðeins við Jesúm.
Dylji veginn þér dimma´ og fár,
Drottinn veit alltaf ráð.

Kór: Enginn, enginn er sem hann
í allri neyð hann hjálpa kann.
Því hans var freistað sem vor,
en fullan sigur vann.

2. Lami þig alvara lífsins hörð,
lít þú í trú upp til Jesú.
Hugprúður vertu og hald þú vörð,
herrann veit alltaf ráð.

3. Skammdegis nóttin þá næðir dimm,
nísti þig kaldasti vetur.
Jafnvel þá bíður þín gröfin grimm
Guð, hann veit alltaf ráð.

4. Þú skalt ei æðrast þótt alls slags neyð
yfir þig daglega streymi.
Hann, sem að þolgóður þjáning leið
þekkir við öllu ráð.

Elsa Eklund – Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi