Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ef þú þráir andans blessun

1. Ef þú þráir andans blessun,
æðri sælu, himnafrið,
og Guðs miklu ástargnótt,
varpa þér í föðurfaðminn,
faðminn, sem þér blasir við,
kom til Jesú, kom þú fljótt.

Kór: Hann mun fylla þig með
alheilögum anda.
Jesús kallar: ,,Kom til mín,
kraftur minn og náð ei dvín.”
Hann vill fylla þig með
alheilögum anda,
meðtak nú þá góðu gjöf.

2. Ef þú þráir hjartans helgun,
hreinsun öllum syndum frá,
krjúp að fótum frelsarans.
Eilíft líf og andans kraftur
yfir þig mun streyma þá,
og þér ljómar auglit hans.

3. Ef þú þráir eld af hæðum,
eilíft ljós, er stöðugt skín,
bið þú Guð sem barn í trú.
Drottinn Jesús orð sín efnir,
elska hans og náð ei dvín,
kom og höndla náð hans nú.

C. H. Morris  – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi