Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eftir stríðið hér

1. Eftir stríðið hér allir komum vér
inn í Drottins dýrðarsal,
og af hendi hans hljótum sigurkrans,
þar í Drottins dýrðarsal.

Kór: :,: Þar í Drottins dýrðarsal :,:
Gleðisöngur ljóssins barna fagur hljóma skal,
þar í Drottins dýrðarsal.

2. Ríkir eilíf ást, aftur vinir sjást,
þar í Drottins dýrðarsal,
halda pálmum á, hvíta skikkju fá,
þar í Drottins dýrðarsal.

3. Vér með hörpuhljóm, helgum gleðiróm,
þar í Drottins dýrðarsal,
syngjum siguróð, syngjum himnaljóð,
þar í Drottins dýrðarsal.

4. Jesús lifir enn, Jesús flytur senn
sína hjörð úr dauðans dal.
Hátt í himnavist heiðrum vér þá Krist,
þar í Drottins dýrðarsal.

Katharine E. Purvis - Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi