Ég á þann góða ástvin
1. Ég á þann góða ástvin sem
mér unni´ að fyrra bragði.
Hann ástarböndin eilíf, helg,
á öndu mína lagði.
Að hjarta sínu hann mig dró,
svo himinsæll því er ég.
Nú er ég hans og hann er minn,
frá honum aldrei fer ég.
2. Ég fann þann vin, sem fyrir mig
gaf fórnarblóðið rauða.
Hann gaf mér eilíft líf og ljós,
og leysti mig frá dauða.
Ég sjálfum mér því eigna ei,
þá eign sem nú að hef ég,
mitt hjarta´ og líf, með trú og tryggð
án tafar honum gef ég.
3. Ég hefi fundið hjartans vin,
við hönd sér mig hann leiðir,
og heim í ljóssins björtu borg
hann beinan veg mér greiðir.
Ég sé í fjarlægð sólarskin,
af sælum friðardegi,
til dýrðar góðum Guði því
ég glaður stríðið heyi.
4. Ég fann svo ljúfan vin, ég veit
sá vinur bregst mér eigi.
Hann von og huggun veitir mér
og vernd á hverjum degi.
Hans elska megnar, helg og hrein,
mitt hjarta´ að verma´ og ylja.
Ei nokkurt vald né voði mun
mig við hans kærleik skilja.
James G. Small – Sigurbjörn Sveinsson.
mér unni´ að fyrra bragði.
Hann ástarböndin eilíf, helg,
á öndu mína lagði.
Að hjarta sínu hann mig dró,
svo himinsæll því er ég.
Nú er ég hans og hann er minn,
frá honum aldrei fer ég.
2. Ég fann þann vin, sem fyrir mig
gaf fórnarblóðið rauða.
Hann gaf mér eilíft líf og ljós,
og leysti mig frá dauða.
Ég sjálfum mér því eigna ei,
þá eign sem nú að hef ég,
mitt hjarta´ og líf, með trú og tryggð
án tafar honum gef ég.
3. Ég hefi fundið hjartans vin,
við hönd sér mig hann leiðir,
og heim í ljóssins björtu borg
hann beinan veg mér greiðir.
Ég sé í fjarlægð sólarskin,
af sælum friðardegi,
til dýrðar góðum Guði því
ég glaður stríðið heyi.
4. Ég fann svo ljúfan vin, ég veit
sá vinur bregst mér eigi.
Hann von og huggun veitir mér
og vernd á hverjum degi.
Hans elska megnar, helg og hrein,
mitt hjarta´ að verma´ og ylja.
Ei nokkurt vald né voði mun
mig við hans kærleik skilja.
James G. Small – Sigurbjörn Sveinsson.