Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég ber þér hér kveðju

1. Ég ber þér hér kveðju frá Kristi,
hann koma nú biður þig heim.
Hann elskar þig, er þar hinn fyrsti,
ó, yfirgef veraldarseim.

Kór: Kom þú til frelsarans, kom í dag,
kom meðan hljómar þér söngsins lag.
Sem týndur sonur í faðm hans flý,
ó, fagnaðu boði því.

2. Í heiminum hefur þú ekki
séð hamingju, gleði né frið,
því syndin slær hjartað í hlekki
og harmur er glaumdyrnar við.

3. Hjá Jesú Guðs friðinn þá finnur,
og farsæld, sem aldregi dvín.
Því Guðs náð þér gæfuna vinnur
og gleði, sem eilíf þér skín.

4. Ó, hafna ei lífsboði lengur,
því lífið þér Jesús hann er.
Í léttúð því lengur þú gengur,
því lífstjónið nálægra er.

Thure  Byström – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi