Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég beygi kné á bjargi

1. Ég beygi kné á bjargi
hvers bifast aldrei rót.
Já, bæði´ í blíðu´ og stríðu
ég bið við krossins fót.
:,: Þar vökvast andans veldi,
þar vonin aldrei bregst.
Þar andar Drottins elska,
þar aldrei hjálpin bregst. :,:

2. Þar fékk ég svölun sanna,
þar sál mín lífið fann.
Þar Drottinn dýrðar mildi
í dauða sigur vann.
:,: Í krossins voða kvölum
hann kransinn þyrna bar.
Hann saklaus dæmdist sekur
og síðan deyddur var. :,:

3. Ó, Golgata þú gefur
mér göfugt hugarfar.
Þar sé ég son Guðs líða
er syndir mínar bar.
:,: Þar finn ég frið og gleði
þar finn ég náð og skjól.
Þar gefst mér guðdóms kraftur
þar geislar lífsins sól. :,:

4. Ef þú til krossins kemur
með klökkum bænaróm,
þig fýsir skjól að finna
og forðast þungan dóm.
:,: Þér Kristur síst mun synja
hann svalar hjartans þrá.
Því eðli Guðs er elska
sem engum vísar frá. :,:

Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi