Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég eld þinn, Guð

1. Ég eld þinn, Guð, í brjósti ber,
og bjartar þrár og vonir heiðar.
Því meir ég hugsa hlýnar mér,
ég heiminum nú dáinn er,
með Guðs frið minnar geng ég leiðar.

Kór: :,: Nú er ég frjáls og frí :,:
Hallelúja, Hallelúja!
Nú er ég frjáls, Hallelúja!

2. Hann fann mig, dró mig fast að sér,
er fallinn lá ég, sár á vegi
og frambauð náðarfaðminn mér,
og frelsið þegar kaus ég hér.
Nú hans ég er á hverjum degi.

3. Ég heyri í fjarska hljóm og söng
frá heimsins endimarka löndum.
Ég sé þann mikla múg sem þröng
sér marka spor um sigurgöng.
Ég sé hann stefna að Síonströndum.

T. B. Barratt – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi