Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég elska þig Jesús

1. Ég elska þig, Jesús, og á þig sem minn,
og öllum verst syndum, því nú er ég þinn.
Þú keyptir og leystir og heimt hefir mig
svo hafi ég elskað, þá elska ég þig.

2. Ég elska þig, herra, þín elska var föl,
þú átt mig nú hreinan með Golgata kvöl.
Með þyrnanna heiftum þú hreinsaðir mig,
svo hafi ég elskað, þá elska ég þig.

3. Í öllu til dauða ég elska skal þig,
uns andinn í lofgjörð mun skiljast við mig.
Þá skilnaðarúðinn mér skelfur á brá,
minn skilríki Jesús, mest elska ég þá.

4. Í unaðarhöllum um endalaus ár,
ég elska þig, Jesús, í dýrðinni hár.
Úr tindrandi krýning mín söngdýrð sé sú.
minn sætasti Jesús, best elska ég nú.

Sigurður Sigvaldason.

Hljóðdæmi