Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég engan meistara annan veit

1. Ég engan meistara annan veit,
en aðeins Jesú, minn Drottin.
Á hauður ella´ ég til himins leit,
um hann ber allt sannan vottinn.

2. Hann brýtur aldrei hinn beygða reyr,
en bindur um hann og græðir.
Á hryggra andvörp hann hlustar, þreyr,
hans hjarta af meðaumkun blæðir.

3. Hann strengi hjarta þíns stilla kann
og strýkur viðkvæmt, og lengi.
Það leikur enginn þau lög sem hann,
á lífs og hjarta þíns strengi.

4. Svo gullið hreinsast best grómi frá
að glóðareldinn það kenni.
Í sorgum laugast eins sálin má
uns sér þú Guðs mynd í henni.

5. Svo legðu, vinur, þitt líf og allt,
sem leir í meistarans hendur.
Þá anga þú eins og ilmjurt skalt
sem engill Guði af sendur.

Werner Skibsted – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi