Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég er hamingjubarn

1. Ég er hamingjubarn, ég á himneskan arf,
hvað sem mætir á ævinnar braut,
Ó, hve gott er að aldrei ég örvænta þarf,
alla gæfu með Jesú ég hlaut.

Kór: Ó, hann elskar mig heitt,
þegar önd mín er þreytt,
inn við krossinn ég hugsvölun finn.
Ég á himneskan arf, og því örvænta´ ei þarf,
af því Jesús er Frelsari minn.

2. Þegar freistingar mæta, ég finn hvergi grið,
inn við fótskör hans beygi ég kné,
og þar bænin hún veitir mér blessun og frið,
ég hann blæðandi´ á krossinum sé.

3. Hversu skammvinn var gleðin,
uns frelsarann fann,
nú ég fagnandi byrja hvern dag.
Áður sárbitur þorsti í sál minni brann
og því sífellt ég kveið mínum hag.

4. Ó, hve gott er að leggja í lausnarans hönd
lífið þar til ég heim fara má.
Héðan eygi ég dýrðleg og ljómandi lönd,
þar er löngun mín uppfyllt og þrá.

Filippía Kristjánsdóttir.

Hljóðdæmi