Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég er kominn inn í landið

1. Ég er kominn inn í landið,
sem af Guði er gefið oss,
inn í gleðistrauma, undrafögur lönd.
Þangað inn mér benti
lausnara míns ljúfur dreyrakross,
lyfti mér á dýrðarströnd.

Kór: Ég er kominn inn í landið,
lífsins veigar drekk ég þar.
Lifi í andans undralandi,
inn mig þangað Jesús bar.

2. Ég er kominn inn í landið,
ljóssins fagra helgidóm,
lifi þar í náðarstraumum kærleikans.
Satan ekki frá mér hrifsað getur
lífsins blessað blóm.
Blóðið sigrar veldi hans.

3. Ég er kominn inn í landið,
á þar Drottins barnarétt.
Aldrei framar vil ég girnast heimsins tál.
Því í krafti blóðsins verður
baráttan svo undralétt.
Blíðan frið ég á í sál.

4. Ég er kominn inn í landið,
já, í anda bý ég þar,
einnig líkami minn brátt þar tekur dvöl.
Og við öllum lífsins ráðgátum
þar óðar fæ ég svar,
ei þar særir hryggð né kvöl.

5. Ég er kominn inn í landið,
inn að hjarta frelsarans,
erfðahlutar míns ég þegar nýt í trú.
Og án verðleika á himnum
fæ ég helgan dýrðarkrans.
Höndla, vinur, frelsið nú.

Werner Skibsted - Konráð Þorsteinsson.

Hljóðdæmi