Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég er konungsins barn

1. Ég er konungsins barn, og hans sólfagra sal
mun ég sjá, er ég kveð þessa jörð.
Og í eilífri dýrð heyrist elskunnar tal,
þar hjá útvaldri Guðsbarna hjörð.

Kór: Ég er konungsins barn, og í eilífri dýrð
mun hans auglit mér ljóma sem sól,
er hann kallar mig heim, burt frá harmi og rýrð,
upp að himinsins dýrðlega stól.

2. Ég er konungsins barn, og að eilífu skín
mér hans ástar og miskunnar sól.
Og hann læknar mín sár, því að líkn hans ei dvín.
hann er ljós mitt og athvarf og skjól.

3. Ég er konungsins barn, og hans orð eru sönn,
hann oss alla mun kalla til sín.
Þar við lífsvatnsins straum eftir ævinnar önn
Drottins ástvina gleði ei dvín.

Ida  L. Reed – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi