Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég fann þann vin sem frelsar

1. Ég fann þann vin, sem frelsar
og forðum gaf sitt blóð,
ég fann þann vin, sem unað mestan ljær.
Ég fann þann vin, sem leysir
úr fjötrum heimsins þjóð,
og friður Drottins nú í hjarta grær.

Kór: Hans ljúfa nafn er Jesús,
það líf mér hefir veitt,
því lofar hann mitt söng- og bænamál.
Hans undraverk í hjarta nú öllu hefir breytt,
hann endurleysti mína föllnu sál.

2. Og brátt mun Jesús koma og burtu hrífa þá,
sem borið hafa krossinn hér á jörð.
Og þá mun hjartað fagna og þerrast grátin brá,
og þakkargjörðin óma frá hans hjörð.

3. Ó, gefðu líf þitt honum, sem gaf sitt hjartablóð,
og gegnumstungna hendi réttir þér.
Hann veitir líf og nægtir og sannan sigurmóð,
því sigrað í hans nafni fáum vér.

4. Og hvað er gull og gæfa, sem gefur veröld þér,
ef gleymir þú að hugsa´ um þína sál?
Því eitt sinn þarftu að kveðja það allt á jörðu hér,
sem aðeins reynist hverfult stundartál.

Jóhanna Karlsdóttir.

Hljóðdæmi