Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég fundið hef Jesúm

1. Ég fundið hef Jesúm sem frelsara minn
og frið Guðs í hjarta ég á.
Ó, finn þú hann líka sem frelsara þinn
og fagna mun einnig þín brá.

Kór: Himneskan frið, himneskan frið,
hlotið ég krossinn hef við.
Síðan miskunn Guðs hreif mig frá myrkri til ljóss,
á ég himneskan, himneskan frið.

2. Hann stillti minn harm og hann strauk mína kinn,
er stokkin var tárum og neyð.
Og frá þeirri stund er hann friðurinn minn
og fullkomin gleði um leið.

3. Ég gef þér, ó, Jesús, mitt hjarta og hönd
og hugsanir, gáfur og pund.
Og geri þinn vilja af glaðfúsri önd,
og geng með þér sérhverja stund.

Chas. E. Brown – Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi