Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég get ei óttast

1. Ég get ei óttast, því Guð er nær,
hann gerir sína æ styrka.
Hann byrðar mínar og borið fær
jafnt bjarta daga sem myrka.

Kór: Þeim degi, er kemur ég kvíði ei,
ég kenni´ ei minnsta þess vottinn.
Því undir vængjum Guðs æ ég þrey,
og enn í dag hjálpar Drottinn!

2. Guð er minn faðir, svo undra kær,
hví ætti ég þá að sýta?
Hann blessar og sérhvert blóm er grær,
sem barn ég til hans má líta.

3. Fyrst Guð hann spörvunum gefur brauð,
og gnægtír á hverjum degi.
Þá mun hann ei gleyma mér í nauð,
nei, miskunn hans bregst mér eigi!

4. Sé Guð minn faðir, þá get ég séð
að gráta eigi vér megum.
En syngi spörvinn, þá syng ég með,
því sama föður við eigum.

K. G. Sjölin – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi