Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég hef gengið með Jesú

1. Ég hef gengið með Jesú í gleði og þraut,
og sú gangan er orðin mér kær.
Oft þótt tímarnir skiptist og tár falli í skaut,
hann er trúr eins í dag og í gær.

Kór: Ó, hve sælan er hrein,
ó, hve sælan er hrein
mér í sál, þegar Jesús er nær.
Þó að tímarnir skiptist og tvöfaldist mein
hann er trúfastur nú sem í gær.

2. Ég hef gengið með Jesú um grýttan lífsveg,
þegar gæfan mér þokaðist fjær.
Þá hann mælti svo blítt: ,,hræðstu ei, hér er ég,
sem þér hjálpa í dag sem í gær”.

3. Ég hef verið með Jesú, er vonin mér brást
af því vinirnir hörfuðu fjær.
En hans rödd öllu breytti í unað og ást:
,,Ég þig elska í dag sem í gær”.

4. Ég hef verið með Jesú í vinanna fylgd,
þegar vorsólin ljómaði skær.
Mestan fögnuð þó veitti að forsjón hans mild
var mér fulltingi í dag sem í gær.

5. Ég vil leiðast af Jesú, uns líður á nótt
og mitt lífsfley að höfninni nær.
Þegar sígur á myrkrið, þá syng ég svo hljótt:
Jesús sigrar í dag sem í gær.

David Welander - Kristín Sæmunds

Hljóðdæmi