Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég hefi blessaðan boðskap

1. Ég hefi blessaðan boðskap frá Jesú,
boðskap, er heitir þér frelsi og trú.
Hann leitar þín, vinur, vertu tilbúinn.
Hann vill þig leiða frá hörmungum nú.

Kór: Því Jesús þig kallar,
:,: já, Jesús þig kallar :,:
hann kallar á þig.

2. Ég hefi blessaðan boðskap frá Jesú,
boðskap, sem græðir hvert brennandi sár.
Enginn er tryggari elskhugi´ og vinur,
eilífur kærleikinn þerrar hvert tár.

3. Ég hefi blessaðan boðskap frá Jesú,
boðskap til þín, ó, þú syndblinda sál.
Blessaði lausnarinn, brestur hver fjötur,
bíður í dag, ó, hlýð nú á hans mál.

Rebecca  R. Couch. – Steingrímur Thorsteinsson

Hljóðdæmi