Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég hefi fullkominn

1. Ég hefi fullkominn frelsara´ á himni,
þó frændur og vinir á jörð hverfi mér.
:,: Hann yfir mér vakir með ástríku hjarta.
En, ó, að minn frelsari tilheyrði þér! :,:

2. Ég hefi frið eins og fljótandi strauma,
þann frið, sem hinn guðlausi heimur ei sér.
:,: Minn Jesús er aðeins sem á hann og gefur
en, ó, að sú friðgjöfin hlotnaðist þér! :,:

3. Eilíft líf hef ég, minn ástríki faðir
sinn eingetinn soninn til frelsis gaf mér.
:,: Kristur mig hefur til himneskrar sælu,
það hlutskipti, vinur minn, einnig býðst þér. :,:

4. Ef fundið þú ástríka frelsarann hefur,
þá far og seg öðrum í lifandi trú!
:,: Og bið fyrir öllum, það blessun þér gefur,
enn bænheyrir Drottinn, því frelsaðist þú. :,:

Samuel O. Cluff – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi