Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég hefi fundið

1. Ég hefi fundið himna flóð
:,: og heilsulind. :,:
Því herrans Jesú heilagt blóð
það hreinsar mig af synd.

Kór: Dýrðlegan frelsiskraft,
dýrðlegan sigurkraft
hef ég fundið í því flóði,
hans náð hvern dag er ný.
Dýrðlegan frelsiskraft,
dýrðlegan sigurkraft
ég finn í flóði því.

2. Í náðarfaðmi frelsarans
:,: ég frjáls er nú :,:
Og fyrir fórnardauða hans
eins frelsast getur þú.

3. Í eigin krafti enga get
:, : ég unnið þraut :,:
En herrann Jesús hvert eitt fet
mig leiðir lífs á braut.

4. Og ljóssins englar leiða mig
:,: um lífsins stig :,:
Ég hræðist ekki heljar vald,
því hann varðveitir mig.

Mrs. C. H. Morris. – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi