Ég heyri Kristi
1. Ég heyri Kristi og honum einum,
uns heiðsól myrkvast og stjarna hver.
Ég heyri Kristi, þó háði´ og steinum
öll heimsins veröldin kasti að mér.
Ég heyri Kristi á hverjum degi
og honum lítur mitt starf og mál.
Minn fyrsta kærleik hann framast eigi,
því frelsað hefir hann mína sál.
2. Ég heyri Kristi, ó, kærleiks-undur,
að kall hans einnig það náði mér.
Ég heyri Kristi, og hjartans lundur
er honum gefinn, hve sæll ég er!
Ég heyri Kristi og horfi lengra
en hér á skýin í táradal,
þótt dagsins stríð verði dimmra, þrengra,
í Drottins nafni ég sigra skal!
3. Ég heyri Kristi og er nú orðinn
sem útlendingur við Kedars-tjöld.
Við hærri sjónbaug mér hverfur storðin,
því himnesk laun bíða þúsundföld.
Ég heyri Kristi, mitt ættland eina
er ofar dauða og jarðar nauð,
Þar Guðs börn framar ei minnast meina
en mettast öll við hið sama brauð.
4. Ég heyri Kristi og orð þau óma,
sem yndistónar í hjarta mér,
og andinn lyftist í æðri ljóma,
sem arnarvængir mér trúin er.
Ég heyri Kristi, og komi dauðinn
og klappi í skyndi´ á dyr hjá mér:
Guðs himinn opnast, og hverfur nauðin,
ég heim til Drottins með englum fer.
J. Englund – Ásmundur Eiríksson
uns heiðsól myrkvast og stjarna hver.
Ég heyri Kristi, þó háði´ og steinum
öll heimsins veröldin kasti að mér.
Ég heyri Kristi á hverjum degi
og honum lítur mitt starf og mál.
Minn fyrsta kærleik hann framast eigi,
því frelsað hefir hann mína sál.
2. Ég heyri Kristi, ó, kærleiks-undur,
að kall hans einnig það náði mér.
Ég heyri Kristi, og hjartans lundur
er honum gefinn, hve sæll ég er!
Ég heyri Kristi og horfi lengra
en hér á skýin í táradal,
þótt dagsins stríð verði dimmra, þrengra,
í Drottins nafni ég sigra skal!
3. Ég heyri Kristi og er nú orðinn
sem útlendingur við Kedars-tjöld.
Við hærri sjónbaug mér hverfur storðin,
því himnesk laun bíða þúsundföld.
Ég heyri Kristi, mitt ættland eina
er ofar dauða og jarðar nauð,
Þar Guðs börn framar ei minnast meina
en mettast öll við hið sama brauð.
4. Ég heyri Kristi og orð þau óma,
sem yndistónar í hjarta mér,
og andinn lyftist í æðri ljóma,
sem arnarvængir mér trúin er.
Ég heyri Kristi, og komi dauðinn
og klappi í skyndi´ á dyr hjá mér:
Guðs himinn opnast, og hverfur nauðin,
ég heim til Drottins með englum fer.
J. Englund – Ásmundur Eiríksson