Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég krýp við krossinn

1. Ég krýp við krossinn þinn, ó, Kristur, herra minn,
og bið um frelsisfylling svo fagni hugurinn.
Með afli elsku þinnar minn eigin vilja deyð
að sjálfslíf sálar minnar ei sigri mig á leið.

Kór: Ég þrái þig, ó, herra, sem þorsta svalað fær.
Af gnóttum þínum gef mér, þú guðdómsbrunnur skær.

2. Ó, herra, helga mig og hald mér fast við þig
og æ með þínum anda, Guð, endurnýja mig.
Og hreinsa djúp míns hjarta
með helgri blóðsins lind,
uns alhreinn ég fæ skarta, mig íklæð þinni mynd.

3. Minn blíði brúðguminn
sem bjóst mér himin þinn,
þú keyptir mig á krossi er kvöl þú leiðst eitt sinn.
Að helgu hjarta þínu ég halla, Drottinn, mér.
Ég offra öllu mínu og aðeins lifi þér.

Emil Gustafson - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi