Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég kvaddi land

1. Ég kvaddi land Egypta, kvaddi byggð og sand,
því Kanaan Drottinn gaf mér, sem fyrirheitið land.
Mér Rauðahafið gegnum ruddi hann veg og spor,
þá rann upp hinum megin Guðs dýrð,
sem heiðbjart vor.

Kór: :,: Til Egyptalands ég aldrei framar sný,
því uppreist hef ég tjald mitt Kanaanslandi í. :,:

2. Ég feginn glaður alltaf fylgdi Krists í spor,
því frelsið var svo dýrðlegt,
það jók mér styrk og þor.
Við Kanaans landamærin hvarf mér auðn og hjarn,
ég kallaði hallelúja! Ég var svo frjáls sem barn!

3. Um landið ríkan ilminn lagði og hunangseim,
ég lýst ei get að neinu vínberjaklösum þeim.
Þú getur varla trúað, gott hve landið var.
Ég gekk æ lengra og lengra og - enn var meira þar!

Mrs. M. J. Harris – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi