Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég lifi í krafti lausnarans

1. Ég lifi´ í krafti lausnarans,
ó, lofað veri nafnið hans!
Hans náð mér allt í öllu er,
það er sigur í minni sál.

Kór: Það er sigur í minni sál,
það er sigur í minni sál,
hann leiðir mig hér og lifir í mér,
það er sigur í minni sál.

2. Mín tunga lofar lausnarann
og ljúft er mér að tala´ um hann,
mitt líf ég honum helga vil,
það er sigur í minni sál.

3. Og ég mun sjá hann sem hann er,
þá sæluhimnar opnast mér.
Ég syng um aldir alda þá,
það er sigur í minni sál.

Höfundur óþekktur

Hljóðdæmi