Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég sigurreifur, sæll og glaður

1. Ég sigurreifur, sæll og glaður
nú syng við raust: Hallelúja!
Því frelsið nú ég fundið hefi,
ég fann minn Krist á Golgata.

Kór: Ég Guðs frið á nú gleðst af hjarta,
í  gleymskuhaf er fallin synd.
Nú hef ég fyrir hugarsjónum
æ helga Jesú dýrðarmynd.

2. Mín sál var friðlaus, sek og dómfelld,
og syndahlekkur margur skar.
Þá heyrði ég um hjálpráð Drottins
og himneskt frelsi mér það bar.

3. Nú finn ég hvað er frelsið sanna
ég fagna stórum skiptum þeim.
Það ljós Guðs mér og lífskraft gefur
og leiðir mig til Drottins heim.

4. Einn dag ég stend við hástól himna
og hef upp lambsins nýja söng.
Þá syng ég einnig sigurkórinn
er söng ég oft í tímans þröng.

Samuel Gullberg – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi