Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég þeirri stundu

1. Ég þeirri stundu aldrei, aldrei gleymi,
er afbrot mín og þrjósku fyrst ég sá.
:,: Hve angurvært var þá mitt þreytta hjarta!
Hve þung var byrðin, sem mér hvíldi á! :,:

2. Ég leita hlaut að lækning, fró og svölun,
og leitaði í mínum eigin barm.
:,: Hvað fann ég? - gömlu syndasárin djúpu,
já, sorglegt myrkur, örvæntingu´ og harm. :,:

3. Ég leitaði, oft að vinahjálp og huggun,
við heimsins glaðværð, lystisemd og prjál.
:,: En þetta allt þó fékk mig aldrei friðað,
né frelsað mína ódauðlegu sál. :,:

4.. En loks ég  horfði hrifinn upp til Jesú,
mitt hjarta gagntók iðrun, djúp og hrein.
:,: Ég grét og bað, hans guðdómlega elska
í gegnum tárin eins og sól mér skein. :,:

5. Í lífi og deyð er Drottinn minn hinn besti
og dýrmætasti vinur, sem ég fann.
:,: Hann var og er og verða mun hinn sami,
ég veit, að ekkert skilur mig við hann. :,:

Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi