Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég vil byrja með þér

1. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús,
því þú bætir minn andlega hag.
Ég vil byrja með bæn og með lofsöng,
er af blundi ég vakna hvern dag.

Kór: Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús,
ég vil byrja og enda með þér.
Öll mín daglegu störf, ó, hve dýrmæt
er þín dásamleg nærvera mér.

2. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús,
meðan bernskunnar vordagur skín.
Æ, hví ætti' ég þín ekki að leita,
fyrr en ellin er komin til mín?

3. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús,
og ég bið þig að vera hjá mér,
með þér einum ég glaður vil ganga,
því að gleðina finn ég hjá þér.

4. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús,
þegar brunninn minn lífskveikur er.
Lát mig sofna með söng mér á vörum,
lát mig sofna - og vakna hjá þér!


Conrad Björkman – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi