Ég vil eiga Jesú hjá mér

1. Ég vil eiga Jesú hjá mér.
Ég vil þræða fótstig hans.
Ei ég þori einn að ganga
um hinn mikla hættufans.

Kór: Óttast get ég ekkert þá,
ef að Jesús er mér hjá.
Án möglunar æ vil ganga
öruggur í fótspor hans.

2. Ég vil eiga Jesú hjá mér.
Ég veit hve mín trú veik er.
Hvíslar hann mér orð í eyra,
ornar mér við hjarta sér.

3. Ég vil eiga Jesú hjá mér.
Jafnt í gleði, sorg og þraut.
Óttalaus í öllum veðrum
er ég þá á minni braut.

4. Ég vil eiga Jesú hjá mér,
ég vil elska nafnið hans.
Augu hans mér yfir vaka,
ef ég geng veg sannleikans.

Lizzie Edwards – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi