Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég vil fylgja þér

1. Ég vil fylgja þér, frelsari minn,
feta veginn í himininn inn,
ég vil troða hinn torsótta stig,
ég vil taka minn kross fyrir þig.

Kór: :,: Himinninn, himinninn
verður heilagur bústaður minn. :,:

2. Yfir klungur þótt liggi mín leið
og þótt löngum ég berjist við neyð.
Veit ég samt þú fær götuna greitt
og í gjörvöllu sigur mér veitt.

3. Ég vil ganga á guðsvegi hér,
gjöra hvað sem hans orð býður mér.
Lát þú ætíð mig leiðast af þér,
svo þú lifir og ríkir í mér.

4. Ef þú gefur þig Guði á hönd,
fyllist gleði þín sorgmædda önd.
Allt þitt líf verður yndislegt hér
og þú fagnandi syngur með mér.

Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi