Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég vil ganga hér

1. Ég vil ganga hér krossins heilaga veg,
með honum er saklaus dó.
Ef að fús þann veg ekki feta ég,
aldrei finn ég á himni ró.

Kór: :,: Um Golgata liggur mín leið :,:
Gegnum dauðans dal, í Guðs dýrðarsal,
um Golgata liggur mín leið.

2. Og með börnum Guðs krossins blóðuga veg
ég bænrækinn feta hér.
Himnahæðum á hann ég senn mun sjá,
og þar sælan hlotnast mér.

3. Ég vil forðast hér breiðan veraldarveg.
ég vil ekki ganga hann.
Því minn herra kær sínum himni nær
vill mig hefja í sælurann.

Jessie B. Pounds - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi