Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég vil syngja um Jesú miskunn

1. Ég vil syngja' um Jesú miskunn,
Jesú elska dýrðleg er.
Hann sem þoldi kvöl á krossi,
keypti náð og frelsi mér.

Kór: Ég vil syngja' um Jesú kærleik,
Jesú blóð mér veitti frið.
Hann með sinni kvöl á krossi
keypt mér hefir líf og grið.

2. Ég vil vitna' um Kristí kærleik,
kærleik sem að aldrei dvín.
Endurlausnar gjaldið góða
greitt hann hefir vegna mín.

3. Ég vil syngja' um sigurkraftinn,
sæll við Jesú kross ég dvel.
Dauðans veldi son Guðs sigrar,
synd og myrkur, gröf og hel.

4. Ég vil syngja' um Jesú kærleik,
Jesú elska himnesk er.
Hann frá deyð til lífs mig leiddi,
ljóssins hlið er opið mér.

P. P. Bliss – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi