Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég vil syngja um Jesúm

1. Ég vil syngja um Jesúm við sælunnar streng,
og mín sál öðlast dýrðlegan frið.
:,: Ó, mér finnst þá svo oft, er ég fagnandi geng,
eins og frelsarinn sé mér við hlið. :,:

2. Ó, hve dýrðlegt, þá hjartað á Drottin að vin,
það er draumur án sorgar og kífs.
:,: Og þá breytist dimm nóttin í blíðsólar skin
upp á bjargtindi sæluríks lífs. :,:

3. Er ég dáðlaus og spilltur, með dómþunga sekt
kom til Drottins, þá gaf hann mér ró.
:,: Við hans skaut gafst mér friður, þar skýldist mín nekt, hann mér skart fyrir syndirnar bjó. :,:

4. Ef þú spyr mig: ,,Hvar hefir þú lofsöng þinn lært,
er þér lyfta til himinsins kann?”
:,: Það var lausnarinn, Jesús, það ljós heimsins skært,
sem að lofsönginn kenndi mér þann. :,:

5. Kom til Krists, einmitt þú, sem ert eirðarlaus hér,
því hann elskar þig jafn heitt og mig.
:,: Kom í dag, einmitt nú, fyrr en ævistund þver,
og um eilífð hann varðveitir þig. :,:

Höfundur óþekktur – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi