Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég villtist burt 

1. Ég villtist burt frá Drottni í dauðans myrkur hér.
Ó, hve döpur var mín ævi þá og hörð.
Hann kom til mín og lagði mig
svo ljúft að hjarta sér.
Ó, hve glaður syng ég Guði þakkargjörð!

Kór: Ó, Hallelúja, lof og dýrð sé Guði kærleikans!
Ó, hve sælt að vitna' um Jesúm hér á jörð.
Ég vil opna mína sálu fyrir himingeislum hans.
Ó, hve glaður syng ég Guði þakkargjörð!

2. Ég vildi ekki selja þennan sæla himnafrið,
þótt ég gæti eignast alla þessa jörð.
Ég sé í anda Paradísar perlubjarta hlið.
Ó, hve glaður syng ég Guði þakkargjörð!

3. Hans náð ég þúsund sinnum meira met,
en heimsins gull,
þó að freistinganna hríð mér mæti hörð.
Frá innstu himnum ljómar mér
hans ásýnd náðarfull.
Ó, hve glaður syng ég Guði þakkargjörð!

4. Hér ljómar sólin ætíð, hér er heiður himinninn
og í hendi Drottins örugg er hans hjörð.
Í anda mínum himinhljóma heyri ég og finn.
Ó, hve glaður syng ég Guði þakkargjörð!

Johnson Oatman – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi