Ég villtur sauður var
1. Ég villtur sauður var,
sem villtist burt frá hjörð,
þeim góða hirði gekk ég frá
um gróðurlausa jörð.
Ég var sem vegvillt barn,
er vantar húsaskjól.
Ég smáði blíðan föðurfaðm
og fann ei yl né sól.
2. Hinn góði hirðir gekk
um grýttan þyrnistig,
uns loks hann fann, í djúpum dal,
nær dauða´ en lífi mig.
Mig þjáði þorsti sár,
á þurrum heiðaveg.
En aftur bar mig auman heim
hans elska guðdómleg.
3. Minn hirðir æ hann er,
hann unni mér svo heitt,
að líf sitt gaf til lausnar mér
og lækning fékk mér veitt.
Hann finnur frávillt börn
og frelsar seka menn.
Mig Jesús leiddi´ í hjörð Guðs heim,
og hann mig verndar enn.
4. Ég villtur sauður var,
þá var mín ævi hörð.
En nú hjá Jesú ég er sæll,
í Jesú eigin hjörð.
Ég var sem vegvillt barn,
er vantar húsaskjól,
en nú í blíðum föðurfaðm
hef fundið yl og sól.
Horatius Bonar – Sigurbjörn Sveinsson
sem villtist burt frá hjörð,
þeim góða hirði gekk ég frá
um gróðurlausa jörð.
Ég var sem vegvillt barn,
er vantar húsaskjól.
Ég smáði blíðan föðurfaðm
og fann ei yl né sól.
2. Hinn góði hirðir gekk
um grýttan þyrnistig,
uns loks hann fann, í djúpum dal,
nær dauða´ en lífi mig.
Mig þjáði þorsti sár,
á þurrum heiðaveg.
En aftur bar mig auman heim
hans elska guðdómleg.
3. Minn hirðir æ hann er,
hann unni mér svo heitt,
að líf sitt gaf til lausnar mér
og lækning fékk mér veitt.
Hann finnur frávillt börn
og frelsar seka menn.
Mig Jesús leiddi´ í hjörð Guðs heim,
og hann mig verndar enn.
4. Ég villtur sauður var,
þá var mín ævi hörð.
En nú hjá Jesú ég er sæll,
í Jesú eigin hjörð.
Ég var sem vegvillt barn,
er vantar húsaskjól,
en nú í blíðum föðurfaðm
hef fundið yl og sól.
Horatius Bonar – Sigurbjörn Sveinsson