Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég yfirgef sollinn

1. Ég yfirgef sollinn og syndspilltan heim
tg sit ekki lengur í glaumi þeim.
Til himins, til himins mín heimþrá er ný,
Til heimsins ei aftur ég sný.

Kór: Nei, aldrei, aldrei ég aftur til heimsins sný.
Nei, aldrei, aldrei ég aldrei til heimsins sný.

2. Af heimslífsins gleði ég hef fengið nóg
því huga minn svipti hún friði og ró.
En veginn til lífsins ég valið hef nú
Og vil ganga áfram í trú.

3. Af frelsarans dýrð eins og ljósbrot ég leit
mér lýstu hans dýrðlegu fyrirheit.
Ó, það var hans náðarrödd heilög og hlý,
til heimsins ei aftur ég sný.

4. Þótt freisti mín Satan með fjármuna gnótt
og frekt geisi stormur á dimmri nótt.
Ég horfi til Jesú í hafróti því,
til heimsins ég aldrei sný.

James M. Gray - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi