Eina veit ég undrabók
1. Eina veit ég undrabók, sem öllum vísdóm jók,
talar eins og besti tryggðavinur manns.
Biblían er bókin sú, slík bók mér eykur trú.
Ber hún nafn með réttu, Bókin sannleikans.
Kór: Huggun fann þar móðir mín.
Ég minnist, faðir, þín,
ellihniginn lastu enn í Drottins bók.
Hún skal líka leiða mig, sem ljós á mínum stig.
Hún verður stöðugt allra bóka bók.
2. Bókin helga ber Guðs orð og blessun hans um storð, kynnir mér Guð, föður, kærleik hans og náð.
Soninn einka sendi hann í syndarinnar rann.
Enga bók í heimi eins fær sál mín dáð.
3. Er ég forðum friðlaus var og fjölda meina bar,
tók ég Biblíuna, trúði, frelsið hlaut.
Fyrirheitin hjartað greip, þau hrundu stormsins sveip. Engin bók á jörðu er sem hún í þraut.
4. Freistarinn þá freistar mín, Guðs friður til mín skín blessaðri og helgri Biblíunni frá.
Andinn fagnar enn á ný og öll burt hverfa ský.
Þú ert mesta bókin allri jörðu á.
Werner Skipsted – Ásmundur Eiríksson
talar eins og besti tryggðavinur manns.
Biblían er bókin sú, slík bók mér eykur trú.
Ber hún nafn með réttu, Bókin sannleikans.
Kór: Huggun fann þar móðir mín.
Ég minnist, faðir, þín,
ellihniginn lastu enn í Drottins bók.
Hún skal líka leiða mig, sem ljós á mínum stig.
Hún verður stöðugt allra bóka bók.
2. Bókin helga ber Guðs orð og blessun hans um storð, kynnir mér Guð, föður, kærleik hans og náð.
Soninn einka sendi hann í syndarinnar rann.
Enga bók í heimi eins fær sál mín dáð.
3. Er ég forðum friðlaus var og fjölda meina bar,
tók ég Biblíuna, trúði, frelsið hlaut.
Fyrirheitin hjartað greip, þau hrundu stormsins sveip. Engin bók á jörðu er sem hún í þraut.
4. Freistarinn þá freistar mín, Guðs friður til mín skín blessaðri og helgri Biblíunni frá.
Andinn fagnar enn á ný og öll burt hverfa ský.
Þú ert mesta bókin allri jörðu á.
Werner Skipsted – Ásmundur Eiríksson