Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eins og skínandi ljós

1. Eins og skínandi ljós, eins og ljúfasta rós
er hans lífsorð á braut vorri hér.
Hver fær útmálað slíkt, hversu ununarríkt
hann að elska og tilbiðja er!

Kór: Hlýð þú hans raust
og til hans ber þitt traust.
Þú munt gleðjast í Guði
ef þú gegnir hans raust.

2. Gegnum skýjanna tjöld,
gegnum skuggadimm kvöld
brosir skínandi auglit til vor.
Það er Guðs auglit blítt,
er oss gleður svo títt,
nær vér göngum í frelsarans spor.

3. Jesús blessa vill oss,
ef vér berum hans kross,
nær vér beygjum oss fótskör hans við.
Stöðvast hrynjandi tár,
gróa harmanna sár,
fyrir hlýðninnar indæla frið.

4. Aldrei höfum vér þó
þessa himnesku ró,
fyrr en hlýðum vér möglunarlaust.
Eilíf blessun og fró
öllum búin er nóg,
þeim, sem byggja á Drottni sitt traust.

J. H. Sammis - Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi