Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eitt sinn mun rödd mín

1. Eitt sinn mun rödd mín hljóðna hér,
er húmar að við dauðans göng.
Mín sál til himins sæl þá fer,
að syngja lambsins nýja söng.

Kór: :,: Þá sé ég Drottin sem hann er
og sál mín vegsemd honum ber. :,:

2. Eitt sinn mun líka leirhús mitt,
sem lítið strá til moldar heimt.
En Guð minn, húsið þá er þitt
mér þar á himnum tryggt og geymt.

3. Ó, Guð, mig nær þér drag hvern dag,
senn dýrðarmorgunn fagur skín,
og blessa mína braut sem hag,
uns brott ég hrífst og upp til þín.

Fanny Crosby – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi