Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eld frá himni send

1. Eld frá himni send, sanna trúarkennd
lát þú hrífa hjarta mitt.
Guðlegt kærleiks bál glæð í minni sál,
send mér náðarsólskin þitt.

2. Burt úr minni sál syndagróm og tál
hreinsar Jesú blessað blóð.
Aumur sem ég er, vil ég varpa mér
niður í þitt náðarflóð.

3. Hald mér fast við þig, herra, leið þú mig,
gæska þín er guðdómleg.
Brjót ei veikan reyr, bænir mínar heyr,
leið þú mig á ljóssins veg.

4. Náðarstraumur þinn nú í anda minn
drýpur eins og dögg á blóm.
Skín mér himna hlið, blíðan finn ég frið
hér í þínum helgidóm.

5. Þá ég kem til þín, þar sem sólin skín
mild og björt og morgunskær,
lofgerð syng ég þér, þar með himnaher,
herra Jesús Kristur kær.

T. B. Barratt - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi