Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Enda þó að stundum

1. Enda þó að stundum öll þér lokist sundin,
ávöxt sjáir hvergi verkum þínum af.
Svelli þínu hjarta sorgarblóðug undin,
sjáir fyrir augum villt og stormþungt haf.

Kór: Haf trú á Guð og sál þín sér,
að son Guðs fer á undan þér.
Í trú þú myrkrin troða skalt.
Haf trú á Guð, þá sigrast allt.

2. Eftir næturmyrkrið eldar fyrir degi
og  þá getur sólin ljósi skýin stráð.
Svo er það og líka´ að synja fyrir eigi
sorgarskýin geta speglað Drottins náð.

3. Trúfastur er Drottinn, trausti bregst hann engra,
temdu þér að kasta áhyggjum á hann.
Kröm þótt sé þín byrjun, kemstu bráðum lengra
Kristur ævinlega veikum hjálpar ann.

May A. Stephens. – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi