Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Enginn mun til skammar

1. Enginn mun til skammar, á sem trúir Krist,
aleinn fær hann brotið Satans valda-kvist.
Máttugt orð hans talað mönnum aldrei brást.
Meiri tákn en þessi skulu með þér sjást.

Kór: Jesú blóði keyptan sigur, sigur.
Sigur, sigur á ég hverja stund.
Valdið Drottinn hefur, Guðdómskraft hann gefur
sérhverjum, sem trúir, sigur hverja stund.

2. Undir hita dagsins aldrei misstu þor,
öruggur í trúnni gakk þú sérhvert spor.
Drottinn er hinn máttki, minnstu þess, Guðs þjóð,
meiri tákn en þessi ske við Jesú blóð.

3. Sigur muntu öðlast, blóð þótt hnigi á braut,
börnin týndu leiddu heim í föður skaut.
Mátt þér veitir Jesús, minnstu að hann tér:
Meiri tákn en þessi skulu fylgja þér.

Mrs. C. H. Morris – Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi