Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Enginn þarf að óttast síður

1. Enginn þarf að óttast síður
en Guðs barna skarinn fríður,
fugl í laufi innsta eigi,
ekki stjarna’ á himinvegi.

2. Sjálfur Guð á Síons-fjöllum
sól og skjöldur reynist öllum
barnaskara´ í böli´ og hörmum,
ber hann þau á föðurörmum.

3. Engin neyð og engin gifta
úr hans faðmi má oss svipta,
vinur er hann vina bestur,
veit um allt, er hjartað brestur.

4. Hann vor telur höfuðhárin,
heitu þerrar sorgartárin,
hann oss verndar, fatar, fæðir,
frið og líf í sálum glæðir.

5. Syng því dátt með sigurhljómi,
Síons hjörð, og einum rómi.
Hræðast þarftu´ ei, fjendur falla
fyrir Drottins orði snjalla.

6. Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
Lina Sandell – Friðrik Friðriksson

Hljóðdæmi