Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Enn er Jesús

1. Enn er Jesús að knýja,
á þau hjörtu sem flýja,
:,: ennþá biður hann,
ennþá kallar hann,
ennþá leitar hann þín. :,:

Kór: Þreytta sál, ó, kom!
Frá villuvegi, kom,
þér er þörf að hvíla,
þreytta sál, ó, kom!

2. Hver einn þreyttur má hvíla,
kom til hans þér að skýla.
:,: Ennþá frelsar hann,
ennþá hreinsar hann,
ennþá elskar hann þig. :,:

3. Kært þinn frelsari kallar,
kom með syndirnar allar.
:,: Hann sér fórnaði,
hann er frelsari,
hann því kallar á þig. :,:

Bernhard Holm - Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi