Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Er myrkrin hylja

1. Er myrkrin hylja mína vegu alla
og mannleg von sést ekki lengur nein.
Þá læt ég mig á fyrirheit Guðs falla,
því fast þau standa, eilíf, sönn og hrein.

2. Á degi björtum dyljast stjörnur heiðar
en dimmri nótt, þá bjartar ljóma þær.
Eins sé ég æ í sorgum lífsins greiðar
Guðs sannleiksstjörnur, fyrirheitin skær.

3. Er blæs köld sorg um bjartan vonareitinn
og beygt og sorgfullt mannlegt hjarta slær.
Með tárfull augu tel ég fyrirheitin
og trúarstjarnan ljómar himinskær.

4. Ég horfa vil mót himni stjörnuskærum
og halda áfram vegi lífsins á.
Lífs dags að kvöldi Drottni þökk vér færum.
Ó, Drottinn, Jesús, þá verð ég þér hjá.

Carl Forsberg – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi